Innskráning í Karellen
news

Vikufréttir Álfaheima

26. 04. 2021

Góðan dag kæru foreldrar og gleðilegt sumar

Í hópatímum í þessari viku hafa hóparnir farið í Lubbastund með málhljóðið R, þetta er með síðustu málhljóðum sem við förum í og í framhaldinu á því munum við hafa lokaverkefni sem börnin gera með sínum málhljóðum (staf).Það verður sett upp í fataklefanum þegar því er lokið.

Drengirnir voru í sitthvorum hópatímanum að þessu sinni og er Fransiska sem er nemi hjá okkur að halda áfram með fræðslu tengda líkamanum í hreindýrahópnum.Drengirnir eru áhugasamir og koma með margar vangaveltur og hugmyndir í umræðuna í hópnum.

Refahópur var í málörvun, í leik með hljóðfærum og í litaverkefni.Einnig fór Refahópur í gönguferð að æfingavöllunum og tóku þar nokkrar æfingar, þeir eru líka mjög annt um umhverfið sitt og taka upp hvert einasta rusl sem þeir finna á vegi sínum í ferðunum.

Stúlkurnar fóru í búningaleik eftir Lubbastund í vikunni og þær fóru svo í tvo útikennslutíma.Annars vegar fóru þær að kirkjunniog hins vegar að gengu þær um bæinn með spjald og áttu að merkja við á spjaldið það sem þær sáu í gönguferðinni, nokkurskonar útibingó.

Við enduðum vikuna á að fara í plokkgöngutúr, en stóri plokkdagurinn er á morgun og þá eru allir hvattir til þess að fara út að plokka (tína rusl) og hvetjum við alla til að taka þátt í því.Börnin eru einstaklega dugleg að taka upp það rusl sem þau sjá og gaman að sjá hversu meðvituð þau eru á því að ruslið eigi að vera í tunnunum.Við fórum í skrúðgarðinn og fundum fullt af rusli og nóg að taka, að lokum fórum við á ærslabelginn að hoppa aðeins áður en farið var til baka í leikskólann.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Sjáumst hress í næstu viku

news

Vikufréttir Álfaheima

26. 04. 2021

Góðan dag kæru foreldrar og gleðilegt sumar

Í hópatímum í þessari viku hafa hóparnir farið í Lubbastund með málhljóðið R, þetta er með síðustu málhljóðum sem við förum í og í framhaldinu á því munum við hafa lokaverkefni sem börnin gera með sínum málhljóðum (staf).Það verður sett upp í fataklefanum þegar því er lokið.

Drengirnir voru í sitthvorum hópatímanum að þessu sinni og er Fransiska sem er nemi hjá okkur að halda áfram með fræðslu tengda líkamanum í hreindýrahópnum.Drengirnir eru áhugasamir og koma með margar vangaveltur og hugmyndir í umræðuna í hópnum.

Refahópur var í málörvun, í leik með hljóðfærum og í litaverkefni.Einnig fór Refahópur í gönguferð að æfingavöllunum og tóku þar nokkrar æfingar, þeir eru líka mjög annt um umhverfið sitt og taka upp hvert einasta rusl sem þeir finna á vegi sínum í ferðunum.

Stúlkurnar fóru í búningaleik eftir Lubbastund í vikunni og þær fóru svo í tvo útikennslutíma.Annars vegar fóru þær að kirkjunniog hins vegar að gengu þær um bæinn með spjald og áttu að merkja við á spjaldið það sem þær sáu í gönguferðinni, nokkurskonar útibingó.

Við enduðum vikuna á að fara í plokkgöngutúr, en stóri plokkdagurinn er á morgun og þá eru allir hvattir til þess að fara út að plokka (tína rusl) og hvetjum við alla til að taka þátt í því.Börnin eru einstaklega dugleg að taka upp það rusl sem þau sjá og gaman að sjá hversu meðvituð þau eru á því að ruslið eigi að vera í tunnunum.Við fórum í skrúðgarðinn og fundum fullt af rusli og nóg að taka, að lokum fórum við á ærslabelginn að hoppa aðeins áður en farið var til baka í leikskólann.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Sjáumst hress í næstu viku

© 2016 - Karellen