Innskráning í Karellen
news

Vikupóstur Álfaheima

09. 04. 2021


Góðan dag kæru foreldrar

Vonandi hafa allir átt gott og skemmtilegt páskafrí.Vikan tók á móti okkur með mikilli snjókomu sem börnunum til mikillar gleði en ekki voru allir hinir fullorðnu glaðir með þennan snjó og bíða spenntir eftir vorinu.

Lubbi kom með sitt málhljóð eins og alltaf og í þetta sinn var það stafurinn Á sem við fjölluðum um.Það var farið í feluleik með beinið og börnin drógu mismunandi myndir sem þau sýndu hinum börnunum í hópnum.

Í hópatíma voru drengjahóparnir að rannsaka og leika með snjóinn inni í sullkerinu.Allir fóru í vettlinga og léku með snjóinn þangað til hann bráðnaði, einnig var sett matarlitur í snjóinn og breyttist hann í skemmtilegan regnbogasnjó.

Stúlknahóparnir voru líka að gera tilraunir með málningu og litablöndun, það var sett málning á borð og þær fengu að blanda henni með höndunum um allt borðið og úr varð skemmtileg stund.

Í útitíma og gönguferðum í vikunni fóru drengirnir með rassaþotur á íþróttavöllinn og þar lékum við í brekkunni að renna og hoppa í skafla.Stúlkurnar voru úti í garði í mikilli snjókomu, þær prófuðu að setja fullt af snjó í rennibrautina og könnuðu hvort þær gætu rennt hraðar við það.

Við enduðum vikuna á bláum degi í tilefni þess að nú er „Blár apríl“, en hann tengist alþjóðlegum degi einhverfunnar sem er 2. apríl.Við höfðum sameiginlega leikstund með vinum okkar á Goðheimum og þau gengu á milli stöðva að vild.Það var hægt að mála í glugga, andlitsmálun, holukubbar, smíða, þrautabraut í fataklefanum og margt fleira.

Heimasíðan okkar bergheimar.hjalli.is er komin í loftið en það er ennþá verið að bæta upplýsingum inn á hana.Við erum byrjuð að setja fréttabréfið okkar líka þar inn.Allar myndir fara áfram inn á karellen svæði barnanna.

Hafið góða og ljúfa helgi og takk fyrir vikuna

Sjáumst hress í næstu viku.

news

Vikupóstur Álfaheima

09. 04. 2021


Góðan dag kæru foreldrar

Vonandi hafa allir átt gott og skemmtilegt páskafrí.Vikan tók á móti okkur með mikilli snjókomu sem börnunum til mikillar gleði en ekki voru allir hinir fullorðnu glaðir með þennan snjó og bíða spenntir eftir vorinu.

Lubbi kom með sitt málhljóð eins og alltaf og í þetta sinn var það stafurinn Á sem við fjölluðum um.Það var farið í feluleik með beinið og börnin drógu mismunandi myndir sem þau sýndu hinum börnunum í hópnum.

Í hópatíma voru drengjahóparnir að rannsaka og leika með snjóinn inni í sullkerinu.Allir fóru í vettlinga og léku með snjóinn þangað til hann bráðnaði, einnig var sett matarlitur í snjóinn og breyttist hann í skemmtilegan regnbogasnjó.

Stúlknahóparnir voru líka að gera tilraunir með málningu og litablöndun, það var sett málning á borð og þær fengu að blanda henni með höndunum um allt borðið og úr varð skemmtileg stund.

Í útitíma og gönguferðum í vikunni fóru drengirnir með rassaþotur á íþróttavöllinn og þar lékum við í brekkunni að renna og hoppa í skafla.Stúlkurnar voru úti í garði í mikilli snjókomu, þær prófuðu að setja fullt af snjó í rennibrautina og könnuðu hvort þær gætu rennt hraðar við það.

Við enduðum vikuna á bláum degi í tilefni þess að nú er „Blár apríl“, en hann tengist alþjóðlegum degi einhverfunnar sem er 2. apríl.Við höfðum sameiginlega leikstund með vinum okkar á Goðheimum og þau gengu á milli stöðva að vild.Það var hægt að mála í glugga, andlitsmálun, holukubbar, smíða, þrautabraut í fataklefanum og margt fleira.

Heimasíðan okkar bergheimar.hjalli.is er komin í loftið en það er ennþá verið að bæta upplýsingum inn á hana.Við erum byrjuð að setja fréttabréfið okkar líka þar inn.Allar myndir fara áfram inn á karellen svæði barnanna.

Hafið góða og ljúfa helgi og takk fyrir vikuna

Sjáumst hress í næstu viku.

© 2016 - Karellen