Innskráning í Karellen
news

Vikupóstur Álfaheima 26. mars

29. 03. 2021

Góðan dag kæru foreldrar

Loksins, loksins kom smá snjór og við höfum nýtt hvert tækifærið til að leika með hann og renna á snjóþotum úti.

Í hópatíma í vikunni fóru börnin í Lubbastund og tóku fyrir málhljóðið Ö, börnin nefndu það að þessi stafur væri eins ogO.Það var lesið og sungið um hljóðið og auðvitað farið í feluleik með beinið hans Lubba sem er hápunktur stundarinnar.

Eldgosið í Geldingadal hefur vakið mikla athygli landans og eru börnin engin undantekning, þau ræða þetta mikið sín á milli, byggja eldfjöll og tala um að eldgosið sé heima hjá þeim.Það er því tilvalið að virkja þennan áhuga og búa til verkefni til að dýpka þekkingu þeirra enn frekar.Við höfum skoðað beint streymi og teiknað myndir, stúlkurnar tóku inn snjó og gerðu eldfjall úr honum og máluðu hann.Drengirnir fóru út með edik (litað með rauðum matarlit) og matarsóda og úr varð skemmtilegt gos sem við kölluðum Bergheimagos.

Stúlkurnar fóru í skrúðgarðinn í gönguferð og var nýfallinn snjór, það var tilvalið að leita að dýrasporum en því miður fundu þau engin, en þá var fundin lausn á því og stúlkurnar bjuggu til margskonar spor sjálfar með greinum, steinum og höndunum.Þetta voru m.a. ljónaspor, fuglaspor og greppiklóarspor, þannig að það er best að fara varlega í skrúðgarðinum, maður veit ekki hvaða dýr leynast þar.

Drengirnir fóru í gönguferð að tjaldstæðinu og borðuðu ávexti þar í skýlinu þar sem mikill vindur var þann daginn.Þaðan var farið á gervigrasið í hlaupaleiki.

Þar sem engin söngfundur var í dag vegna sóttvarnatakmarkanna þá brutum við upp daginn með því að hafa frjálsa leikstund með vinum okkar á Goðheimum.Það voru settar nokkrar leikstöðvar á báðum deildum og frammi í fataklefa og gengu börnin svo á milli eftir áhuga.

En miðað við síðustu sóttvarnareglur þá er leikskólinn hólfaður í nokkur sóttvarnarhólf.Við minnum á grímu og spritt og gæta þess að takmarka þann tíma sem þið dveljið í fataklefanum og passa upp á fjarlægð.Íþróttatímar falla niður á meðan þessar takmarkanir eru í gildi.

Takk fyrir skemmtilega viku og hittumst hress í næstu viku.

Næsti vikupóstur mun koma föstudag eftir páska.

Gleðilega páska.

news

Vikupóstur Álfaheima 26. mars

29. 03. 2021

Góðan dag kæru foreldrar

Loksins, loksins kom smá snjór og við höfum nýtt hvert tækifærið til að leika með hann og renna á snjóþotum úti.

Í hópatíma í vikunni fóru börnin í Lubbastund og tóku fyrir málhljóðið Ö, börnin nefndu það að þessi stafur væri eins ogO.Það var lesið og sungið um hljóðið og auðvitað farið í feluleik með beinið hans Lubba sem er hápunktur stundarinnar.

Eldgosið í Geldingadal hefur vakið mikla athygli landans og eru börnin engin undantekning, þau ræða þetta mikið sín á milli, byggja eldfjöll og tala um að eldgosið sé heima hjá þeim.Það er því tilvalið að virkja þennan áhuga og búa til verkefni til að dýpka þekkingu þeirra enn frekar.Við höfum skoðað beint streymi og teiknað myndir, stúlkurnar tóku inn snjó og gerðu eldfjall úr honum og máluðu hann.Drengirnir fóru út með edik (litað með rauðum matarlit) og matarsóda og úr varð skemmtilegt gos sem við kölluðum Bergheimagos.

Stúlkurnar fóru í skrúðgarðinn í gönguferð og var nýfallinn snjór, það var tilvalið að leita að dýrasporum en því miður fundu þau engin, en þá var fundin lausn á því og stúlkurnar bjuggu til margskonar spor sjálfar með greinum, steinum og höndunum.Þetta voru m.a. ljónaspor, fuglaspor og greppiklóarspor, þannig að það er best að fara varlega í skrúðgarðinum, maður veit ekki hvaða dýr leynast þar.

Drengirnir fóru í gönguferð að tjaldstæðinu og borðuðu ávexti þar í skýlinu þar sem mikill vindur var þann daginn.Þaðan var farið á gervigrasið í hlaupaleiki.

Þar sem engin söngfundur var í dag vegna sóttvarnatakmarkanna þá brutum við upp daginn með því að hafa frjálsa leikstund með vinum okkar á Goðheimum.Það voru settar nokkrar leikstöðvar á báðum deildum og frammi í fataklefa og gengu börnin svo á milli eftir áhuga.

En miðað við síðustu sóttvarnareglur þá er leikskólinn hólfaður í nokkur sóttvarnarhólf.Við minnum á grímu og spritt og gæta þess að takmarka þann tíma sem þið dveljið í fataklefanum og passa upp á fjarlægð.Íþróttatímar falla niður á meðan þessar takmarkanir eru í gildi.

Takk fyrir skemmtilega viku og hittumst hress í næstu viku.

Næsti vikupóstur mun koma föstudag eftir páska.

Gleðilega páska.

© 2016 - Karellen