Innskráning í Karellen
news

Vikupóstur Álfaheima

22. 03. 2021

Góðan dag kæru foreldrar

Hún er búin að vera ansi blaut þessi vika hjá okkur, rignt duglega og mikið af stórum og skemmtilegum pollum úti í garði sem gaman er að leika í.Í þessum aðstæðum vera flest börnin gegnblaut þrátt fyrir að vera í góðum pollagöllum.Við höfum þurft að finna aukaföt í kössum barnanna og því er gott að kíkja í þá og fylla eftir þörfum.

Gönguferðir hópanna voru fjölbreyttar og fóru stúlkurnar m.a. í útibingó þar sem þær áttu að krossa við ákveðnar myndir miðað við það sem þær fundu úti, það var m.a. ærslabelgurinn, ráðhúsið og listaverkið „Við sjónarrönd“.Þær fóru einnig í gönguferð um gula- og grænahverfið.

Drengirnir örkuðu að stóra steininum Lati og skoðuðu hann í krók og kima, klifruðu og hoppuðu í kringum hann.Á heimleiðinni gengum við framhjá 9-unni og vorum við stoppuð í smá spjall við eldri borgarana sem þar dvelja.

Í hópatíma inni var Lubbastund á sínum stað þar sem farið var yfir málhljóðið K, eftir lestur í bókinni uppgötvuðum við að það eru fullt af dýrum sem eiga K í fyrsta hljóði, eins og kisa, krókódíll, krummi, kría, könguló, kalkúnn, kýr og krabbi, fundum við fullt af skemmtilegum orðum til að æfa okkur á.

Hóparnir hafa verið að vinna að páskaskrauti í vikunni og einnig voru drengirnir í æfingum með bolta og svo fundum við nokkra skógarkubba sem við notuðum í leik

Við komumst sem betur fer í íþróttir þessa vikuna, enginn vindur sem truflaði okkur á leiðinni.Við áttum góða og fjöruga stund í íþróttahúsinu þar sem allskonar þrautabrautir voru settar upp þar sem börnin gátu æft jafnvægi, kraft, þor, úthald, samhæfingu og svo margt annað eins og hjálpsemi, samkennd og bara gleðjast saman og hafa gaman.

Margrét Pála kom í dag að spila á gítarinn sinn á söngfundi, þar er sungið, dansað, klappað, hoppað og haft gaman.Helstu lögin sem við erum að syngja á þessum fundum eru:

Malaika, Sólin skín og skellihlær, Vertu til er vorið kallar á þig, Kisutangó, Hoppalagið, Skessuvögguvísa ásamt vel þekktum lögum eins og Allir krakkar, Stökur, Atti katti nóa.

En þetta eru fjörugar og skemmtilegar stundir sem börnin hafa gaman af, það er hægt að finna texta við þessi lög í söngbók hjallastefnunnar sem er á heimasíðu leikskólans bergheimar.hjalli.is

Góða helgi og sjáumst hress í næstu viku

news

Vikupóstur Álfaheima

22. 03. 2021

Góðan dag kæru foreldrar

Hún er búin að vera ansi blaut þessi vika hjá okkur, rignt duglega og mikið af stórum og skemmtilegum pollum úti í garði sem gaman er að leika í.Í þessum aðstæðum vera flest börnin gegnblaut þrátt fyrir að vera í góðum pollagöllum.Við höfum þurft að finna aukaföt í kössum barnanna og því er gott að kíkja í þá og fylla eftir þörfum.

Gönguferðir hópanna voru fjölbreyttar og fóru stúlkurnar m.a. í útibingó þar sem þær áttu að krossa við ákveðnar myndir miðað við það sem þær fundu úti, það var m.a. ærslabelgurinn, ráðhúsið og listaverkið „Við sjónarrönd“.Þær fóru einnig í gönguferð um gula- og grænahverfið.

Drengirnir örkuðu að stóra steininum Lati og skoðuðu hann í krók og kima, klifruðu og hoppuðu í kringum hann.Á heimleiðinni gengum við framhjá 9-unni og vorum við stoppuð í smá spjall við eldri borgarana sem þar dvelja.

Í hópatíma inni var Lubbastund á sínum stað þar sem farið var yfir málhljóðið K, eftir lestur í bókinni uppgötvuðum við að það eru fullt af dýrum sem eiga K í fyrsta hljóði, eins og kisa, krókódíll, krummi, kría, könguló, kalkúnn, kýr og krabbi, fundum við fullt af skemmtilegum orðum til að æfa okkur á.

Hóparnir hafa verið að vinna að páskaskrauti í vikunni og einnig voru drengirnir í æfingum með bolta og svo fundum við nokkra skógarkubba sem við notuðum í leik

Við komumst sem betur fer í íþróttir þessa vikuna, enginn vindur sem truflaði okkur á leiðinni.Við áttum góða og fjöruga stund í íþróttahúsinu þar sem allskonar þrautabrautir voru settar upp þar sem börnin gátu æft jafnvægi, kraft, þor, úthald, samhæfingu og svo margt annað eins og hjálpsemi, samkennd og bara gleðjast saman og hafa gaman.

Margrét Pála kom í dag að spila á gítarinn sinn á söngfundi, þar er sungið, dansað, klappað, hoppað og haft gaman.Helstu lögin sem við erum að syngja á þessum fundum eru:

Malaika, Sólin skín og skellihlær, Vertu til er vorið kallar á þig, Kisutangó, Hoppalagið, Skessuvögguvísa ásamt vel þekktum lögum eins og Allir krakkar, Stökur, Atti katti nóa.

En þetta eru fjörugar og skemmtilegar stundir sem börnin hafa gaman af, það er hægt að finna texta við þessi lög í söngbók hjallastefnunnar sem er á heimasíðu leikskólans bergheimar.hjalli.is

Góða helgi og sjáumst hress í næstu viku

© 2016 - Karellen