Innskráning í Karellen
news

Vikupóstur Goðheima

09. 04. 2021

Föstudagspóstur 9. apríl 2021

Góðan dag kæru foreldrar og vonandi áttu allir gleðilega páska.

Lubbastafur vikunnar er Öö og erum við búin að vera æfa hann og hljóðið sem hann á, alltaf gaman að heyra börnin reyna að finna orð sem byrjar á þeim staf sem við æfum hverju sinni.

Hópastarfið í síðustu viku og þessari er búið að vera mjög fjölbreytt, erum búin að nýta snjóinn vel úti fórum upp á stóra hólinn við grunnskólann að renna okkur og nýttum svo brekkuna okkar vel hér á leikskólalóðinni. Blönduðummatarlit við vatn og settum í spreybrúsa og sprautuðum á snjóinn og gerðum allskonar munstur og fórum í göngutúra í nærumhverfi. Við fórum í Lubbastundir, æfðum okkur að spila Tvennu, spiluðum líka Bínulottó (passa hendur, sitja kyrr, læra að bíða, læra hlusta og flr.), lásum sögu og voru börnin spurð eftir á hvað gerðist í sögunni.

Á þriðjudaginn var byrjaði hún Anna Linda Sigurðardóttir hjá okkur á Goðheimum og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til okkar. Anna Linda kemur í stað Sunnu Ýrar Sturludóttur sem er núna komin í fæðingarorlof og þökkum við henni fyrir samveruna í vetur. Anna Linda tekur því við hópnum hennar Sunnu sem er Mánahópur.

Meira hef ég ekki að segja í bili en vona svo innilega að við förum að geta unnið á Covidpúkanum þetta er alveg orðið ágætt, en höldum gleðinni og jákvæðninni áfram.

Bless og góða helgi kæru foreldrar og börn.

Kveðja Svala Ósk Sævarsdóttir deildarstjóri.

news

Vikupóstur Goðheima

09. 04. 2021

Föstudagspóstur 9. apríl 2021

Góðan dag kæru foreldrar og vonandi áttu allir gleðilega páska.

Lubbastafur vikunnar er Öö og erum við búin að vera æfa hann og hljóðið sem hann á, alltaf gaman að heyra börnin reyna að finna orð sem byrjar á þeim staf sem við æfum hverju sinni.

Hópastarfið í síðustu viku og þessari er búið að vera mjög fjölbreytt, erum búin að nýta snjóinn vel úti fórum upp á stóra hólinn við grunnskólann að renna okkur og nýttum svo brekkuna okkar vel hér á leikskólalóðinni. Blönduðummatarlit við vatn og settum í spreybrúsa og sprautuðum á snjóinn og gerðum allskonar munstur og fórum í göngutúra í nærumhverfi. Við fórum í Lubbastundir, æfðum okkur að spila Tvennu, spiluðum líka Bínulottó (passa hendur, sitja kyrr, læra að bíða, læra hlusta og flr.), lásum sögu og voru börnin spurð eftir á hvað gerðist í sögunni.

Á þriðjudaginn var byrjaði hún Anna Linda Sigurðardóttir hjá okkur á Goðheimum og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til okkar. Anna Linda kemur í stað Sunnu Ýrar Sturludóttur sem er núna komin í fæðingarorlof og þökkum við henni fyrir samveruna í vetur. Anna Linda tekur því við hópnum hennar Sunnu sem er Mánahópur.

Meira hef ég ekki að segja í bili en vona svo innilega að við förum að geta unnið á Covidpúkanum þetta er alveg orðið ágætt, en höldum gleðinni og jákvæðninni áfram.

Bless og góða helgi kæru foreldrar og börn.

Kveðja Svala Ósk Sævarsdóttir deildarstjóri.

© 2016 - Karellen