Innskráning í Karellen
news

Vikupóstur Goðheima

23. 04. 2021

Föstudagspóstur 23 apríl 2021

Góðan dag kæru foreldrar,gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Lubbastafur vikunnar er Þ þ og erum við búin að vera að æfa hljóðið hans.

Í hópastarfi úti spreyjuðum við í Eld og Sól hópnum í snjóinn stafina okkar og nokkur form, við blönduðum saman vatni og matarlit og settum í spreybrúsa þetta var skemmtileg stund og börnin mjögáhugasöm, einnig fórum við í göngutúr og borðuðum ávexti úti í móa. Mána og Skýjahópur fóru í göngutúr og komu við á ærslabelgnum og skemmtu sér þar í frábærum leik.

Hópastarf inni Mána og Skýjahópur æfðu formin og gerðu svo formakarla, æfðu sig svo að ríma og para saman bókstafi við rétta mynd.

Hópastarf inni Eld og Sólarhópur æfðu sig í að ríma, spiluðum Tvennu og Bínulottó og æfðum stafinn Þ þ og hljóðið hans.

Foreldrafélagið gaf öllum börnum á leikskólanum sumargjöf og voru gjafirnar settar í hólf barnanna á miðvikudeginum svo allir gætu nýtt gjöfina sína á sumardaginn fyrsta. Þökkum við stjórn foreldrafélagsins kærlega fyrir. Mjög fallegt af þeim að gleðja börnin okkar á þessum ástandstímum þar sem engin von er um það að haldin verði vorhátíð í ár frekar en í fyrra því miður.

Við höfum ákveðið að vera með smá fuglaþema og fræðast um Kríuna og Lóuna og munum við byrja í næstu viku á þessu skemmtilega verkefni.

Fleira verður ekki í fréttum að sinni og óska ég ykkur kæru foreldrar góðrar helgar og njótið.

Kveðja Svala Ósk Sævarsdóttir deildarstjóri.

news

Vikupóstur Goðheima

23. 04. 2021

Föstudagspóstur 23 apríl 2021

Góðan dag kæru foreldrar,gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Lubbastafur vikunnar er Þ þ og erum við búin að vera að æfa hljóðið hans.

Í hópastarfi úti spreyjuðum við í Eld og Sól hópnum í snjóinn stafina okkar og nokkur form, við blönduðum saman vatni og matarlit og settum í spreybrúsa þetta var skemmtileg stund og börnin mjögáhugasöm, einnig fórum við í göngutúr og borðuðum ávexti úti í móa. Mána og Skýjahópur fóru í göngutúr og komu við á ærslabelgnum og skemmtu sér þar í frábærum leik.

Hópastarf inni Mána og Skýjahópur æfðu formin og gerðu svo formakarla, æfðu sig svo að ríma og para saman bókstafi við rétta mynd.

Hópastarf inni Eld og Sólarhópur æfðu sig í að ríma, spiluðum Tvennu og Bínulottó og æfðum stafinn Þ þ og hljóðið hans.

Foreldrafélagið gaf öllum börnum á leikskólanum sumargjöf og voru gjafirnar settar í hólf barnanna á miðvikudeginum svo allir gætu nýtt gjöfina sína á sumardaginn fyrsta. Þökkum við stjórn foreldrafélagsins kærlega fyrir. Mjög fallegt af þeim að gleðja börnin okkar á þessum ástandstímum þar sem engin von er um það að haldin verði vorhátíð í ár frekar en í fyrra því miður.

Við höfum ákveðið að vera með smá fuglaþema og fræðast um Kríuna og Lóuna og munum við byrja í næstu viku á þessu skemmtilega verkefni.

Fleira verður ekki í fréttum að sinni og óska ég ykkur kæru foreldrar góðrar helgar og njótið.

Kveðja Svala Ósk Sævarsdóttir deildarstjóri.

© 2016 - Karellen