Innskráning í Karellen
news

Vikupóstur Goðheima

22. 03. 2021

Föstudagspóstur 19 mars 2021

Góðan dag kæru foreldrar og takk fyrir frábæra viku, tíminn líður svo hratt að maður áttar sig varla á því. Það er alltaf föstudagur og mánudagur.

Við vorum að vinna með Tt í þessari viku og æfðum hljóðið sem Tt á. Lásum sögu og sungum lagið í Lubbabókinni. Lékum okkur með myndir og hluti sem byrja á Tt.

Í hópastarfi æfðum við okkur með hugtakið heitt og kalt vorum með myndir og settum þær á réttan stað. Æfðum okkur að flokka mat, föt og dýr og settum myndirnar í réttan flokkunarvasa. Unnum með vináttubangsann Blæ, lásum sögu upp úr vináttubókinni og ræddum svo svipbrigði og líðan barnanna á myndaspjöldunum. Lásum nuddsögu, tvö og tvö börn vinna saman og nudda/teikna á bakið á hvort öðru eftir fyrirmælum.

Gerðum svo vináttuverkefni börnin teiknuðu hendurnar sínar og skreyttu með litum, klipptu svo hendurnar út og hengdum við þær upp inn á deild. Röðuðum þeim í hring eins og þær væru að leiðast,engin hendi eins. Eins og við erum enginn eins.

Föndruðum smá páskaskraut og lékum okkur í holukubbunum. Lékum okkur úti í lóð þessa vikunna í hópastarfi.

Íþróttir voru á fimmtudaginn og gekk það mjög vel allir mjög duglegir bæði í fataklefa og inn í sal.

Margrét Pála kom í dag og var með söngfund inn í sal. Við erum alltaf að verða betri og betri að syngja lögin sem við erum búin að vera æfa. Farið að heyrast meir og meir í okkur á söngfundunum. Margrét Pála bætir svo einu og einu nýju lagi við sem við æfum jafnt og þétt ásamt hinum lögunum.

Í lokin langar mig að minna á að gott er að hafa pollagalla, stígvél og nóg af vettlingum í hólfum barnanna í þessari vætutíð.

Bless og góða helgi.

Kveðja Svala Ósk Sævarsdóttir deildarstjóri.

news

Vikupóstur Goðheima

22. 03. 2021

Föstudagspóstur 19 mars 2021

Góðan dag kæru foreldrar og takk fyrir frábæra viku, tíminn líður svo hratt að maður áttar sig varla á því. Það er alltaf föstudagur og mánudagur.

Við vorum að vinna með Tt í þessari viku og æfðum hljóðið sem Tt á. Lásum sögu og sungum lagið í Lubbabókinni. Lékum okkur með myndir og hluti sem byrja á Tt.

Í hópastarfi æfðum við okkur með hugtakið heitt og kalt vorum með myndir og settum þær á réttan stað. Æfðum okkur að flokka mat, föt og dýr og settum myndirnar í réttan flokkunarvasa. Unnum með vináttubangsann Blæ, lásum sögu upp úr vináttubókinni og ræddum svo svipbrigði og líðan barnanna á myndaspjöldunum. Lásum nuddsögu, tvö og tvö börn vinna saman og nudda/teikna á bakið á hvort öðru eftir fyrirmælum.

Gerðum svo vináttuverkefni börnin teiknuðu hendurnar sínar og skreyttu með litum, klipptu svo hendurnar út og hengdum við þær upp inn á deild. Röðuðum þeim í hring eins og þær væru að leiðast,engin hendi eins. Eins og við erum enginn eins.

Föndruðum smá páskaskraut og lékum okkur í holukubbunum. Lékum okkur úti í lóð þessa vikunna í hópastarfi.

Íþróttir voru á fimmtudaginn og gekk það mjög vel allir mjög duglegir bæði í fataklefa og inn í sal.

Margrét Pála kom í dag og var með söngfund inn í sal. Við erum alltaf að verða betri og betri að syngja lögin sem við erum búin að vera æfa. Farið að heyrast meir og meir í okkur á söngfundunum. Margrét Pála bætir svo einu og einu nýju lagi við sem við æfum jafnt og þétt ásamt hinum lögunum.

Í lokin langar mig að minna á að gott er að hafa pollagalla, stígvél og nóg af vettlingum í hólfum barnanna í þessari vætutíð.

Bless og góða helgi.

Kveðja Svala Ósk Sævarsdóttir deildarstjóri.

© 2016 - Karellen