Innskráning í Karellen
news

Föstudagspóstur 19. febrúar 2021

19. 02. 2021

Föstudagspóstur 19. febrúar 2021

Sæl kæru foreldrar

Á Tröllaheimum er búið að bralla margt síðustu viku eins og alltaf og tókum við fyrir málhljóðið Ff. Við erum búin að fara í allskonar leiki með nýja málhljóðið eins og að ríma orð sem byrja á því, klappa samstöfur orð sem byrja á Ff, búa til eitt orð úr tveimur orðum og spila LOTTO með myndum af einhverju sem byrjar á Ff.

Á mánudaginn var bolludagur og var boðið upp á bollu með glassúr, sultu og rjóma í ávaxtastundinni ásamt banana. Hvert barn fékk að velja hvað var sett á bolluna og var mikið fjör. Í hádeginu var svo boðið upp á fiskibollur sem vöktu ekki síður lukku. Á þriðjudaginn var svo sprengidagur og boðið var upp á saltkjöt og baunir í hádeginu og má með sanni segja að börnin voru mikið í vatninu eftir hádegismatinn. Á miðvikudaginn var svo öskudagur og komu þá börnin í búningum og var gaman að sjá fjölbreytta búninga og allir skemmtu sér vel. Boðið var upp á pylsu með öllu í hádeginu og svo skelltum við okkur á ball inn í sal með diskóljósum og tónlist

Núna seinnipart vikunnar erum við aðeins búnar að brjóta upp starfið yfir morguninn og farið í öðruvísi hópastarf allir hópar saman. Á öskudaginn var lítil athygli fyrir hópastarf svo við fórum í stöðvavinnu og unnum á stöðvum með mismunandi efnivið í 15 mínútur í senn og skiptu svo um stöð. Á fimmtudaginn fórum við öll saman í göngutúr og þrautabraut þar sem allir áttu að herma eftir fyrsta manni og lékum okkur svo smá stund á skólalóðinni. Í dag, föstudag, kom Magga Pála og bauð okkur ásamt Hulduheimum inn í sal á söngfund þar sem hún ásamt Kötlu, barnabarni hennar stjórnuðu söngfundinum og spiluðu á gítar og úgúlele.

Tvö afmælisbörn voru hjá okkur í vikunni og voru það þeir Kristinn Reimar sem varð 6 ára og Jón Þór sem varð 5 ára. Við héldum upp á afmælin með því að þeir fengu að velja sér kórónur, diska og glös og svo vart horft á mynd eftir hádegismatinn, sem þeir völdu.

Í næstu viku byrjum við svo að fara aftur í íþróttahúsið á fimmtudögu.

Njótið helgarinnar saman

Kveðja Ingibjörg

news

Föstudagspóstur 19. febrúar 2021

19. 02. 2021

Föstudagspóstur 19. febrúar 2021

Sæl kæru foreldrar

Á Tröllaheimum er búið að bralla margt síðustu viku eins og alltaf og tókum við fyrir málhljóðið Ff. Við erum búin að fara í allskonar leiki með nýja málhljóðið eins og að ríma orð sem byrja á því, klappa samstöfur orð sem byrja á Ff, búa til eitt orð úr tveimur orðum og spila LOTTO með myndum af einhverju sem byrjar á Ff.

Á mánudaginn var bolludagur og var boðið upp á bollu með glassúr, sultu og rjóma í ávaxtastundinni ásamt banana. Hvert barn fékk að velja hvað var sett á bolluna og var mikið fjör. Í hádeginu var svo boðið upp á fiskibollur sem vöktu ekki síður lukku. Á þriðjudaginn var svo sprengidagur og boðið var upp á saltkjöt og baunir í hádeginu og má með sanni segja að börnin voru mikið í vatninu eftir hádegismatinn. Á miðvikudaginn var svo öskudagur og komu þá börnin í búningum og var gaman að sjá fjölbreytta búninga og allir skemmtu sér vel. Boðið var upp á pylsu með öllu í hádeginu og svo skelltum við okkur á ball inn í sal með diskóljósum og tónlist

Núna seinnipart vikunnar erum við aðeins búnar að brjóta upp starfið yfir morguninn og farið í öðruvísi hópastarf allir hópar saman. Á öskudaginn var lítil athygli fyrir hópastarf svo við fórum í stöðvavinnu og unnum á stöðvum með mismunandi efnivið í 15 mínútur í senn og skiptu svo um stöð. Á fimmtudaginn fórum við öll saman í göngutúr og þrautabraut þar sem allir áttu að herma eftir fyrsta manni og lékum okkur svo smá stund á skólalóðinni. Í dag, föstudag, kom Magga Pála og bauð okkur ásamt Hulduheimum inn í sal á söngfund þar sem hún ásamt Kötlu, barnabarni hennar stjórnuðu söngfundinum og spiluðu á gítar og úgúlele.

Tvö afmælisbörn voru hjá okkur í vikunni og voru það þeir Kristinn Reimar sem varð 6 ára og Jón Þór sem varð 5 ára. Við héldum upp á afmælin með því að þeir fengu að velja sér kórónur, diska og glös og svo vart horft á mynd eftir hádegismatinn, sem þeir völdu.

Í næstu viku byrjum við svo að fara aftur í íþróttahúsið á fimmtudögu.

Njótið helgarinnar saman

Kveðja Ingibjörg

© 2016 - Karellen